Minning Göggu 23. október 2008 06:00 Engel Lund - Gagga (1900-1996) Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira