Lífið

Snorri sleppti böllunum, segir Gaupi pabbi

Ólafur, Snorri í Peking og Gaupi.
Ólafur, Snorri í Peking og Gaupi.

„Jú jú ég er mjög himinlifandi með árangurinn," svarar Guðjón Guðmundsson faðir miðjumannsins Snorra Steins Guðjónssonar sem hefur farið hamförum í Peking og haldið áfram að stimpla sig inn sem einn besti miðjumaður heims þegar Vísir biður stoltan föðurinn að lýsa tilfinningunni yfir velgengni sonarins og íslenska handboltalandsliðsins.

„Það er nú voða erfitt að lýsa tilfinningunni í orðum. Það er bara ekki hægt. En fyrst og siðast áttar maður sig á því að þetta er búið að taka langan tíma og Snorri er búinn að leggja á sig ómælda vinnu í mörg ár til að ná þessum árangri."

„Auðvitað voru þeir vel undirbúnir á þessum tíma, í Peking. Hann er búinn að æfa eins og vitleysingur frá tíu ára aldri."

„Snorri hefur lagt aðaláherslu á íþróttirnar og æfingarnar. Hann sleppti öllu öðru. Í grunnskóla og menntaskóla æfði hann frekar en að fara í bíó og á böll," segir Guðjón eða Gaupi eins og hann er oftast kallaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×