Innlent

Gott veður á skíðasvæðum

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru allar stólalyftur opnar og í fyrsta sinn í vetur verður Vandráður opnaður, en það er tengilyfta á milli Eldborgarsvæðis og Kóngsgils í Bláfjöllum. Í Kongsgili er bikarmót Skíðasambands Íslands í aldursflokknum 13-14 ára haldið í dag.

Blíðskaparveður er á báðum skíðasvæðum, bjart og logn og færi „frábært", eins og segir í tilkynningu frá Skíðasvæðunum.

Sömuleiðis eru góðar aðstæður til skíðaiðkunar í Skagafirði. Skíðasvæðið í Tindastól opnar klukkan 11 og er opið til klukkan 17 í dag. Þar er nýfallinn snjór. Hiti er rétt undir frostmarki og aðstæður verða vart betri samkvæmt tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×