Innlent

Tvöfalt fleiri leita til Kvennaathvarfsins

Rúmlega tvöfalt fleiri konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins vegna heimilisofbeldis það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Tæplega 30 konur hafa dvalið í athvarfinu síðustu tvo mánuði og er helmingur þeirra af erlendum uppruna.

Rúmlega 100 konur dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra vegna heimilisofbeldis. Það sem af er ári hafa 27 konur dvalið í athvarfinu af sömu ástæðu og 32, langflestar íslenskar, hafa komið í viðtöl. Tólf dvöldu í athvarfinu á sama tíma í fyrra.

Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún kann ekki skýringar á þeim fjölda kvenna sem hefur leitað til athvarfsins á þessu ári en segir ásókn sveiflukennda eftir árstíðum.

Það segi hins vegar ekkert til um hvort erlendar konur lifi við meira heimilisofbeldi en íslenskar. Margar þeirra, bæði íslenskar og erlendar séu illa á sig komnar þegar þær leiti til athvarfsins.

Þá segir Sigþrúður að gerendur séu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×