Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður“ 27. júní 2008 11:34 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. „Það má segja að þetta séu getgátur lögreglunnar sem ómögulegt hafi verið að sanna en dómurinn byggir á óbeinum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu," segir Grímur en Anton mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Anton, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, á nokkra sögu í fíkniefnaheiminum. Hann var m.a. dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000. Sími Antons var hleraður í um eitt ár áður en hann var handtekinn. „Það er í rauninni bara ein hlerun þar sem eitthvað kemur fram sem lögreglan telur tengjast þessu. Þar eru þeir hleraðir inni í bíl og eru að tala um að breyta einhverjum flugmiðum. Anton kom með sínar skýringar á því en dómurinn telur að þar hafi þeir verið að tala um flugmiða fyrir burðardýrin," segir Grímur sem finnst dómurinn byggja niðurstöðu sína á mjög litlum sönnunargögnum. „Maður hefur ekki séð þetta áður, yfirleitt eru einhver vitni sem benda á viðkomandi en það er ekki í þessu tilfelli. Dómurinn er líka þungur, tvö ár óskilorðsbundið." Grímur bendir á að þróunin í kókaínmálum sé sú að dómar hafi farið lækkandi undanfarið og segir að fyrir sama magn hafi menn verið að sjá 12 upp í 16 mánuði. „En tuttugu og fjórir mánuðir er mjög mikið." Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. „Það má segja að þetta séu getgátur lögreglunnar sem ómögulegt hafi verið að sanna en dómurinn byggir á óbeinum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu," segir Grímur en Anton mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Anton, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, á nokkra sögu í fíkniefnaheiminum. Hann var m.a. dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000. Sími Antons var hleraður í um eitt ár áður en hann var handtekinn. „Það er í rauninni bara ein hlerun þar sem eitthvað kemur fram sem lögreglan telur tengjast þessu. Þar eru þeir hleraðir inni í bíl og eru að tala um að breyta einhverjum flugmiðum. Anton kom með sínar skýringar á því en dómurinn telur að þar hafi þeir verið að tala um flugmiða fyrir burðardýrin," segir Grímur sem finnst dómurinn byggja niðurstöðu sína á mjög litlum sönnunargögnum. „Maður hefur ekki séð þetta áður, yfirleitt eru einhver vitni sem benda á viðkomandi en það er ekki í þessu tilfelli. Dómurinn er líka þungur, tvö ár óskilorðsbundið." Grímur bendir á að þróunin í kókaínmálum sé sú að dómar hafi farið lækkandi undanfarið og segir að fyrir sama magn hafi menn verið að sjá 12 upp í 16 mánuði. „En tuttugu og fjórir mánuðir er mjög mikið."
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira