Mamma og pabbi hjálpa 27. nóvember 2008 01:45 Semur lögin, syngur og spilar á gítar á sinni fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira