Innlent

Harður árekstur á Sæbraut

Fólksbíllinn er mikið skemmdur eins og sjá má.
Fólksbíllinn er mikið skemmdur eins og sjá má. MYND/Egill

Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði skullu tveir bílar saman og voru þrír um borð í bílunum. Að sögn vaktstjóra leit atvikið illa út í upphafi en betur fór en á horfði.

Ökumaður jeppabifreiðarinnar sem sést í bakgrunni myndarinnar var að koma úr suðurátt og skall á gráa fólksbílnum sem var að koma úr Súðarvogi. Óljóst er um stöðu umferðarljósanna þegar óhappið átti sér stað og því ekki víst hvor ökumannana var í rétti.

Dráttarbíll var kallaður á staðinn til þess að fjarlægja bílana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×