Innlent

Bilun í ljósleiðara hægir á netumferð

Hægst hefur verulega á allri netumferð til og frá Íslandi vegna bilunar í ljósleiðara í Skotlandi nú síðdegis. Afkastageta sæstrengs er því aðeins um þriðjungur af því sem venjulegt er. Í tilkynningu frá Farice segir að bilunar sé leitað og upplýst verði síðar hve langan tíma viðgerð muni taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×