Arnaldur besti rithöfundurinn Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2008 06:00 Tæp 40 prósent telja hann besta núlifandi rithöfund landsins. Vísir/Valli „Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira