Innlent

Sakfelld fyrir að skvetta áfengi á lögregluþjón

MYND/KK

Kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sakfelld fyrir að skvetta áfengi framan í lögregluþjón á Akureyri.

Málavextir voru þeir að lögreglumenn voru staddir í lögreglubíl í miðbæ Akureyrar þegar maður kom til þeirra og sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Vísaði hann lögreglumönnunum á árásarstaðinn og fór lögregla þangað. Þar var hópur fólks sem gerði aðsúg að lögreglumönnunum. Þegar annar þeirra var að færa mann inn í bílinn var ráðist á hinn og tekið utan um hann. Um leið skvetti stúlkan áfenginu á hann. Var í kjölfarið kallað á liðsauka og beitti lögregla gasi gegn fólkinu.

Stúlkan neitaði sök í málinu en út frá framburði lögreglumannanna var hún sakfelld. Henni var hins vegar ekki gerð sérstök refsing í málinu vegna þess að hún hafði ekki komist í kast við lögin áður og vegna þess hve hún var unga að árum. Ef hún heldur skilorð í tvö ár sleppur hún við refsingu í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×