Lífið

Hundur Tori Spelling látinn

Tori Spelling
Tori Spelling

Mimi LaRue er hundur leikkonunnar Tori Spelling og hefur vakið nokkra athygli. Hundurinn lést hinsvegar á þriðjudaginn af eðlilegum ástæðum ellefu ára gamall.

„Hún var stjarna og sönn frú, hennar verður sárt saknað,"sagði Tori við fjölmiðla eftir að hundurinn féll frá.

„Fólk allstaðar að úr heiminum vissi hver hún var. Ég elskaði þegar aðdáendur höfðu meiri áhuga á henni en mér. Ég var stolt. Ég er viss um að hún lifði svo lengi til þess að vera viss um að ég ætti dótturina sem mig hefur alltaf dreymt um," sagði Tori.

Hún sagði einnig að Mimi hefði átt við veikindi að stríða í mjöðm og hálsi í nokkur ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.