Húsband spilar eftir fíling 22. júlí 2008 06:00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason fer í tónlistarnám til New York í haust. Hann var hársbreidd frá því að fá inni í Juilliard. Fréttablaðið/Arnþór Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnemar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðjudaga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljótandi," útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time" og „Aron Pálmi". „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti," segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inntökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kallaðir til baka, og svo voru þrír skornir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar," segir Ari og hlær við. -sun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnemar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðjudaga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljótandi," útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time" og „Aron Pálmi". „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti," segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inntökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kallaðir til baka, og svo voru þrír skornir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar," segir Ari og hlær við. -sun
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira