Flugbrautahlauparinn sér ekki eftir neinu 3. júlí 2008 18:50 "Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli. Með Hauki í för var hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður Jason. Bæði Haukur og Jason hafa áður komist í kast við lögin eftir mótmælaaðgerðir sem þeir hafa tekið þátt í. Meðal annars á vegum Saving Iceland. Haukur og Jason segjast hafa hlupið út á flugbrautina til þess að stöðva flugtak vélar sem flytja átti pólitíska flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. "Við fórum út á flugbrautina tveimur mínútum áður en hún átti að taka á loft. Við hlupum meðfram flugvélinni og svo fram fyrir hana og þaðan út á flugbrautina," segir Haukur. "Þar hoppuðum við og veifuðum höndunum. Ætlunin var að reyna að fá flugvélina við að hætta við flugtak," segir Haukur. Ekki leið á löngu þar til hópur öryggisvarða var sendur á eftir tvímenningunum. Þeir skiptu þá liði. Haukur hljóp í eina átt en Jason í aðra. Öryggisverðir hlupu Jason uppi en Haukur segist hafa verið keyrður í jörðina af opinni hurð í bíl sem öryggisverðirnir notuðu til þess að elta hann. Þeim var svo haldið þar til lögregla kom á svæðið og flutti þá á brott. Hauki og Jason var svo sleppt rétt eftir klukkan eitt í dag. Aspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að öryggi fólks hafi hugsanlega verið stofnað í hættu með þessari mótmælaaðgerð svarar Haukur: "Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum örugglega að brjóta gegn öryggisreglugerðum sem ekki voru settar að ástæðulausu. En við mátum það þannig að hættan væri afar lítil. Mannréttindasjónarmiðin sem við vorum að reyna að koma á framfæri vógu þyngra". Haukur segist ekki óttast afleiðingar gjörða sinna þótt allt að sex ára fangelsisvist gæti beðið hans. "Ég sé ekki eftir neinu. Nú vona ég bara að Ingibjörg Sólrún geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga lífi Paul Ramses." Tengdar fréttir Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21 „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
"Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli. Með Hauki í för var hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður Jason. Bæði Haukur og Jason hafa áður komist í kast við lögin eftir mótmælaaðgerðir sem þeir hafa tekið þátt í. Meðal annars á vegum Saving Iceland. Haukur og Jason segjast hafa hlupið út á flugbrautina til þess að stöðva flugtak vélar sem flytja átti pólitíska flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. "Við fórum út á flugbrautina tveimur mínútum áður en hún átti að taka á loft. Við hlupum meðfram flugvélinni og svo fram fyrir hana og þaðan út á flugbrautina," segir Haukur. "Þar hoppuðum við og veifuðum höndunum. Ætlunin var að reyna að fá flugvélina við að hætta við flugtak," segir Haukur. Ekki leið á löngu þar til hópur öryggisvarða var sendur á eftir tvímenningunum. Þeir skiptu þá liði. Haukur hljóp í eina átt en Jason í aðra. Öryggisverðir hlupu Jason uppi en Haukur segist hafa verið keyrður í jörðina af opinni hurð í bíl sem öryggisverðirnir notuðu til þess að elta hann. Þeim var svo haldið þar til lögregla kom á svæðið og flutti þá á brott. Hauki og Jason var svo sleppt rétt eftir klukkan eitt í dag. Aspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að öryggi fólks hafi hugsanlega verið stofnað í hættu með þessari mótmælaaðgerð svarar Haukur: "Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum örugglega að brjóta gegn öryggisreglugerðum sem ekki voru settar að ástæðulausu. En við mátum það þannig að hættan væri afar lítil. Mannréttindasjónarmiðin sem við vorum að reyna að koma á framfæri vógu þyngra". Haukur segist ekki óttast afleiðingar gjörða sinna þótt allt að sex ára fangelsisvist gæti beðið hans. "Ég sé ekki eftir neinu. Nú vona ég bara að Ingibjörg Sólrún geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga lífi Paul Ramses."
Tengdar fréttir Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21 „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21
„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13
Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15
Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33
Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33