Seldi myndlistarsýningu í heilu lagi til Danmerkur 17. desember 2008 04:00 Seldi heila sýningu til Danmerkur og fagnar því að verkin fái að fylgjast að.fréttablaðið/vilhelm „Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
„Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira