Innlent

Ekki búist við jafnharkalegum skelli hjá Glitni og Landsbankanum

Uppsagnir eru yfirvofandi hjá Glitni og búist við að tilkynnt verði um þær í dag eða á morgun. Mikil óvissa er sögð ríkja meðal starfsfólks bankans.

Bráðabirgðastjórn Nýja Glitnis og skilanefnd, sem tók yfir bankareksturinn í síðustu viku, vinna nú að framtíðarskipan mála hjá nýja bankanum. Uppsagnir starfsmanna virðast óumflýjanlegar en þær höfðu ekki verið tilkynntar í morgun - samkvæmt heimildum fréttastofu - og ekki er vitað hve margir missa vinnu sína.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikil óvissa meðal starfsmann og talið mikilvægt að eyða henni sem fyrst. Um eitt þúsund manns starfa hjá Glitni, en störfum hefur fækkað um 250 frá síðustu áramótum og er því talið að skellurinn verði ekki jafn harkalegur og hjá Landsbankanum í síðustu viku.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×