Stefán Karl hættur í Latabæ Höskuldur Daði Magnússon skrifar 14. september 2008 08:00 Stefán Karl Stefánsson er hættur í Latabæ. Hann leikur næst Trölla í Þegar Trölli stal jólunum. Ljósmynd/Matthías Árni „Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjögur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verkefni sem Stefán Karl hyggst einbeita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony-verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broadway undanfarin tvö ár. „Framleiðendurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söngleikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippodrome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“ Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjögur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verkefni sem Stefán Karl hyggst einbeita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony-verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broadway undanfarin tvö ár. „Framleiðendurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söngleikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippodrome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira