Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 14:10 Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan. Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu. Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu.
Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira