Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu 22. nóvember 2008 20:00 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu síðdegis og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson, sem dró Bónusfánann að húni Alþingishússins fyrir tveimur vikum, yrði sleppt úr fangelsi. Piparúða var beitt á mótmælendur en um sexleytið var Haukur leystur úr haldi. ,,Jú, það er alveg ljóst ekki þetta er ekki það sem við eigum að venjast," sagði Stefán aðspurður hvort það sé alvarlegur hlutur þegar hópur fólks ræðst inn á lögreglustöð líkt og í dag. Stefán sagði að piparúðanum hafi verið beint að fólki sem var að brjótast inn á lögreglustöðina með grjóti og spýtum. Það hafi verið eina leiðin til að fá mótmælendur út úr húsinu. Stefán á ekki von á því að neinn verði handtekinn í tengslum við atburði dagsins. Lögreglustjórinn býst við að viðbúnaður lögreglu verði með svipuðum hætti að viku liðinni. ,,Við höfum mjög skýru og afmörkuðu hlutverkni að gegna þegar kemur að mótmælum. Við eigum að tryggja það að menn geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Við munum sinna því hér eftir sem hingað til." Tengdar fréttir Geir Jón: 400 til 500 mótmælendur þegar mest var ,,Við urðum að beita varnarúða gegn fólki sem var að ryðjast inn í húsið og hafði brotið gler í hurðum til að koma því út úr anddyrinu. En við beittum úðanum ekki gegn fjöldanum," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. 22. nóvember 2008 17:18 Mótmælendur réðust inn á lögreglustöðina við Hlemm Fjölmennur hópur mótmælenda réðst fyrir stundu inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hlemmi og tók sér stöðu þar. 22. nóvember 2008 16:49 Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Mótmæla handtöku á flaggara Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. 22. nóvember 2008 15:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu síðdegis og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson, sem dró Bónusfánann að húni Alþingishússins fyrir tveimur vikum, yrði sleppt úr fangelsi. Piparúða var beitt á mótmælendur en um sexleytið var Haukur leystur úr haldi. ,,Jú, það er alveg ljóst ekki þetta er ekki það sem við eigum að venjast," sagði Stefán aðspurður hvort það sé alvarlegur hlutur þegar hópur fólks ræðst inn á lögreglustöð líkt og í dag. Stefán sagði að piparúðanum hafi verið beint að fólki sem var að brjótast inn á lögreglustöðina með grjóti og spýtum. Það hafi verið eina leiðin til að fá mótmælendur út úr húsinu. Stefán á ekki von á því að neinn verði handtekinn í tengslum við atburði dagsins. Lögreglustjórinn býst við að viðbúnaður lögreglu verði með svipuðum hætti að viku liðinni. ,,Við höfum mjög skýru og afmörkuðu hlutverkni að gegna þegar kemur að mótmælum. Við eigum að tryggja það að menn geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Við munum sinna því hér eftir sem hingað til."
Tengdar fréttir Geir Jón: 400 til 500 mótmælendur þegar mest var ,,Við urðum að beita varnarúða gegn fólki sem var að ryðjast inn í húsið og hafði brotið gler í hurðum til að koma því út úr anddyrinu. En við beittum úðanum ekki gegn fjöldanum," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. 22. nóvember 2008 17:18 Mótmælendur réðust inn á lögreglustöðina við Hlemm Fjölmennur hópur mótmælenda réðst fyrir stundu inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hlemmi og tók sér stöðu þar. 22. nóvember 2008 16:49 Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Mótmæla handtöku á flaggara Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. 22. nóvember 2008 15:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Geir Jón: 400 til 500 mótmælendur þegar mest var ,,Við urðum að beita varnarúða gegn fólki sem var að ryðjast inn í húsið og hafði brotið gler í hurðum til að koma því út úr anddyrinu. En við beittum úðanum ekki gegn fjöldanum," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. 22. nóvember 2008 17:18
Mótmælendur réðust inn á lögreglustöðina við Hlemm Fjölmennur hópur mótmælenda réðst fyrir stundu inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hlemmi og tók sér stöðu þar. 22. nóvember 2008 16:49
Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16
Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05
Mótmæla handtöku á flaggara Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. 22. nóvember 2008 15:05