Innlent

Geir Jón: 400 til 500 mótmælendur þegar mest var

Geir Jón Þórisson.
Geir Jón Þórisson.

,,Við urðum að beita varnarúða gegn fólki sem var að ryðjast inn í húsið og hafði brotið gler í hurðum til að koma því út úr anddyrinu. En við beittum úðanum ekki gegn fjöldanum," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi.

Fólkið er að mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum og hefur verið fjallað um hér á Vísi í dag.

,,Hópurinn er að þynnast núna en ég hugsa að það hafi verið 400 til 500 manns þegar mest var," sagði Geir Jón aðspurður um fjölda mótmælenda við lögreglustöðina.

Yfirlögregluþjónninn sagði að fólk hafi verið hvatt til þess að fara að lögreglustöðinni eftir mótmælafundinn á Austurvelli. ,,Ég heyrði meðal annars Hörð Torfason sem stóð fyrir mótmælafundinum hvetja fólk til að mæta upp á lögreglustöð og mótmæla," sagði sagði Geir Jón sem var allt annað en sáttur með framgöngu mótmælenda.

Aðspurður vildi Geir Jón ekki gefa upp hversu margir lögreglumenn taki þátt í aðgerðunum.








Tengdar fréttir

Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær

Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum.

Mótmæla handtöku á flaggara

Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×