Enski boltinn

Cech býst við keppni við United um titlinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Petr Cech.
Petr Cech.

Markvörðurinn Petr Cech lítur á Manchester United sem helsta keppinaut Chelsea um enska meistaratitilinn. Samt trjónir Liverpool á toppi deildarinnar og ýmis tákn á lofti um að 18 ára bið félagsins eftir titlinum gæti senn lokið.

„Ég lít á Manchester United sem okkar helstu ógn. Þeir hafa góða liðsheild og mikla breidd," sagði Cech. „Arsenal komst aftur í slaginn með því að vinna okkur en þeir mega ekki tapa fleiri stigum."

„Liverpool? Bíðum og sjáum. Þeir hafa verið að tapa dýrmætum stigum í síðustu umferðum eins og við. Aðeins tíminn leiðir í ljós hvaða áhrif það hefur á þá. Ég býst samt við að þeir verði við toppinn til loka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×