Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum 6. maí 2008 20:04 Svona lítur umslagið utan um nýju plötu Klive út. Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira