Innlent

Afmælsidagar skiluðu fjölskyldu 13,5 milljónum króna

Fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæðinu er 13,5 milljónum króna ríkari eftir að hann notaði afmælisdaga fjölskyldunnar sem tölur í Lottóinu.

Fram kemur á vef Íslenskrar getspár að maðurinn hafi verið með afmælisdag sinn, konunnar og barnanna í áskrift og það skilaði honum öllum tölum réttum í útdrætti á laugardaginn var. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma að sögn Íslensrkar getspár sem Lottóáskrifandi hefur heppnina með sér með því einu að vera með afmælisdaga fjölskyldunnar í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×