Velja verstu leiksýningu ársins 12. júní 2008 00:01 Veðjað á verðlaunahafa Leiklistarnemar spá í grímuna. Fréttablaðið/Páll Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55. Razzie Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55.
Razzie Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira