Velja verstu leiksýningu ársins 12. júní 2008 00:01 Veðjað á verðlaunahafa Leiklistarnemar spá í grímuna. Fréttablaðið/Páll Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55. Razzie Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55.
Razzie Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira