Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks 23. nóvember 2008 17:42 Haukur Hilmarsson. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar. Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar.
Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00
Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00
Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05
Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06
Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00