Innlent

Silfurverðlaunhafinn frá Melbourne fagnar árangri Strákanna okkar

Vilhjálmur Einarsson
Vilhjálmur Einarsson

„Ég hef beðið eftir þessu lengi," segir silfurverðlaunahafinn frá Melbourne 1956, Vilhjálmur Einarsson skólameistari.

Hann fylgdist með íslenska handboltalandsliðinu tryggja sér silfurverðlauninn í dag og gladdist óskaplega. „Ég samgleðst þeim, þetta er frábær árangur," segir Vilhjálmur.

Hann horfði á leikinn á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni en hyggst horfa á úrslitaleikinn með stórfjölskyldunni á Akureyri.

Vilhjálmur hefur í 52 ár verið sá íslenski íþróttamaður sem bestum árangri hefur náð á ólympíuleikum. Íslenska landsliðið í handbolta hefur nú jafnað þann árangur og á enn möguleika á að vinna fyrstu gullverðlaun Íslendinga.

Vilhjálmur mun ekki gráta það ef árangur hans verður bættur með sigri á sunnudaginn.

„Nei þvert á móti, ég mun fagna með þeim. Það mundi heldur ekki skyggja á það sem gerði í fyrndinni."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.