Organisti upplifði óþægindi stúlknanna vegna Gunnars 5. maí 2008 17:12 Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju. „Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju. Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
„Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju.
Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28
Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44
Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00
Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30
Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08
Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49
Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45