Glefsur úr lífi listamanna 29. maí 2008 06:00 Gjörningaklúbburinn Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi þessara framsæknu listakvenna frekar ættu að horfa á myndina Steypu í Hafnarhúsinu í kvöld. Heimildarmyndin Steypa eftir þau Markús Andrésson og Ragnheiði Gestsdóttur verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Í myndinni er nokkrum íslenskum samtímalistamönnum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Steypa var frumsýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og hefur síðan þá ferðast á ýmsar kvikmyndahátíðir og verið vel tekið. Markús segir hvatann að gerð myndarinnar hafa verið sameiginlegan myndlistaráhuga leikstjóranna. „Við höfum bæði mikinn áhuga á myndlist; ég hef starfað sem sýningarstjóri og Ragnheiður er menntuð í sjónrænni mannfræði þar sem heimildarmyndagerð skipar veigamikinn sess. Því ákváðum við að gera mynd um unga íslenska listamenn og fylgja þeim eftir í dálítinn tíma. Þannig fjallar myndin ekki bara um samtímalist sem slíka heldur líka um ferlið að baki verkunum, umhverfi listamannanna og áhrifavalda þeirra. Einnig veltir myndin upp spurningum um hvort íslensk samtímalist sé á einhvern hátt séríslensk og hvernig hún passar inn í alþjóðlegt umhverfi." Listafólkið sem fylgt er eftir í myndinni eru þau Ásmundur Ásmundsson, Gabríela Friðriksdóttir, Margrét Blöndal, Huginn Arason, Unnar Auðarson, Gjörningaklúbburinn og Katrín Sigurðardóttir. „Vinnan í kringum myndina var að mestu leyti afar afslöppuð. Við leyfðum listamönnunum sjálfum dálítið að ráða för varðandi það hvernig þau vildu koma fram í myndinni, þannig að vinnan fór ekki fram eingöngu á okkar forsendum, þó svo að við værum svo að sjálfsögðu einráð yfir eftirvinnsluferlinu. En þetta var gríðarlega mikið af efni sem við söfnuðum og þurftum svo að klippa niður og myndin er því eðlilega nokkuð brotakennd og dettur inn í líf og starf listamannanna á mismunandi tímapunktum. Hún segir því ekki línulega sögu, en við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur of mikið á samhengi; myndin heitir ekki Steypa að ástæðulausu," segir Markús og hlær. Sýningin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Heimildarmyndin Steypa eftir þau Markús Andrésson og Ragnheiði Gestsdóttur verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Í myndinni er nokkrum íslenskum samtímalistamönnum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Steypa var frumsýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og hefur síðan þá ferðast á ýmsar kvikmyndahátíðir og verið vel tekið. Markús segir hvatann að gerð myndarinnar hafa verið sameiginlegan myndlistaráhuga leikstjóranna. „Við höfum bæði mikinn áhuga á myndlist; ég hef starfað sem sýningarstjóri og Ragnheiður er menntuð í sjónrænni mannfræði þar sem heimildarmyndagerð skipar veigamikinn sess. Því ákváðum við að gera mynd um unga íslenska listamenn og fylgja þeim eftir í dálítinn tíma. Þannig fjallar myndin ekki bara um samtímalist sem slíka heldur líka um ferlið að baki verkunum, umhverfi listamannanna og áhrifavalda þeirra. Einnig veltir myndin upp spurningum um hvort íslensk samtímalist sé á einhvern hátt séríslensk og hvernig hún passar inn í alþjóðlegt umhverfi." Listafólkið sem fylgt er eftir í myndinni eru þau Ásmundur Ásmundsson, Gabríela Friðriksdóttir, Margrét Blöndal, Huginn Arason, Unnar Auðarson, Gjörningaklúbburinn og Katrín Sigurðardóttir. „Vinnan í kringum myndina var að mestu leyti afar afslöppuð. Við leyfðum listamönnunum sjálfum dálítið að ráða för varðandi það hvernig þau vildu koma fram í myndinni, þannig að vinnan fór ekki fram eingöngu á okkar forsendum, þó svo að við værum svo að sjálfsögðu einráð yfir eftirvinnsluferlinu. En þetta var gríðarlega mikið af efni sem við söfnuðum og þurftum svo að klippa niður og myndin er því eðlilega nokkuð brotakennd og dettur inn í líf og starf listamannanna á mismunandi tímapunktum. Hún segir því ekki línulega sögu, en við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur of mikið á samhengi; myndin heitir ekki Steypa að ástæðulausu," segir Markús og hlær. Sýningin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira