Innlent

Nokkur ölvun í miðborg Reykjavíkur í nótt

Nokkur ölvun var í miðborg Reykjavíkur í nótt. Lögreglan var kölluð til vegna tveggja líkamsárása en báðar reyndust minniháttar. Sjö voru teknir vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis og tveir undir áhrifum fíkniefna. Nokkrir árekstrar urðu einnig í nótt og þurfti að flytja að minnsta kosti einn til aðhlynningar á slysadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×