Innlent

Víðast hvar hálka á vegum landsins

Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka er á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði.

Á Vesturlandi er hálka. Hálka er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, hálka og éljagangur á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja og er mokstur hafin á helstu leiðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði, þungfært er yfir Eyrarfjall og stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærði er frá Bíldudal og alla leið yfir Kleifaheiði, eining er þæfingsfærði á Klettshálsi og stendur mokstur þar yfir.

Á Norðurlandi er víða snjóþekja og hálka. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði, og hálka og snjókoma á Víkurskarði. Á Norðausturlandi er víða snjóþekja og stendur mokstur yfir. Hálka og skafrenningur er á leiðum í kringum Húsavík, og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Á Melrakkasléttunni og í kringum Þórshöfn á Langanesi er þæfingsfærði og óveður.

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×