Innlent

Sjálfsbjörg hvetur til lausnar ÖBÍ-deilu

Sigursteinn Másson hætti sem formaður vegna ágreiningsins.
Sigursteinn Másson hætti sem formaður vegna ágreiningsins.

Stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu harmar þann ágreining sem upp er kominn í stjórn Öryrkjabandalags Íslands. Félagið skorar á málsaðila að leysa deiluna á farsælan hátt.

Grétar Geirsson formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að tvær fylkingar séu innan ÖBÍ. Sigursteinn Másson sem hætti sem formaður bandalagsins vegna ágreiningsins hafi unnið að ýmsum málum í samstarfi við félagsmálaráðherra sem þurfi að fá framgang. Deiluaðilar verði að geta sest niður og komist að samkomulagi. Grétar segist þó ekki vilja blanda sér beint í deiluna, en afar mikilvægt sé að hún leysist.

Ágreiningur kom upp vegna skipunar í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Emil Thoroddssen þáverandi varaformaður mælti fyrir tillögu minnihlutans sem hlaut meirihluta í kosningu, munurinn var þó einungis eitt atkvæði. Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri bandalagsins sagði einnig upp störfum vegna málsins. Emil Thoroddssen tók við sem formaður bandalagsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×