Innlent

Baugsmálið klárað í dag

Hæstiréttur Íslands mun í dag kveða upp dóm í síðasta hluta Baugsmálsins. Þar með mun einu umfangsmesta dómsmáli Íslandssögunnar loks ljúka.

Sá hluti málsins sem hæstiréttur hefur nú til meðferðar varða meðal annars tíu ákæruliði á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir meint ólögleg lán og fjárdrátt. Þá er einnig um að ræða ákæruliði tengda Tryggva Jónssyni.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jón Ásgeir til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Tryggva í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Gerald Sullenberger var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Hæstiréttur kveður upp dóm sinn klukkan 16:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×