Þegar Ágúst Fylkisson réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í gær mátti heyra karlmann öskra; "Já, já." og klappa ákaflega. Allt þartil kvenmannsrödd heyrðist segja; "Ekki klappa."
Þetta má heyra á myndbandi af atburðinum sem er tengt á hér að neðan. Þessi maður sást ekki í mynd, og ekki er vitað hver hann er.
Vísi langar til þess að heyra í þessum manni, eða einhverjum sem getur gefið upplýsingar um hver hann er. Vinsamlegast hringið í Vísi í síma 512 5244. Eða sendið póst inn á ritstjorn@visir.is
Sjáið myndbandið hér.