Erlent

Hjálparfé til Afganistan gufar upp

Fjöldi Afgana er vonsviknir vegna skorts á áþreifanlegum árangri hjálparstarfs í landinu.
Fjöldi Afgana er vonsviknir vegna skorts á áþreifanlegum árangri hjálparstarfs í landinu. MYND/AFP
Rúmlega 780 milljarðar íslenskra króna sem lofað var til hjálparstarfa í Afganistan frá falli Talibana hefur enn ekki skilað sér. Þetta segir umboðsskrifstofan Afghan Relief (Acbar) sem hefur á sínum snærum 94 hjálparstofnanir. Fjörtíu prósent fjármuna sem safnast vegna ástandsins í Afganistan renna til ráðgjafa eða í ýmis gjöld í löndunum sem peningarnir koma frá.

Skrifstofan varar við að með þessum hætti sé grafið undan friði í landinu. Skilaboð rannsóknar Acbar eru þau að Vesturlönd bregðist í hlutverki sínu að afhenda fjármunina. Mismunur er á því sem er lofað og því sem er afhent. Þá er notkun fjármunanna einnig gagnrýnd í skýrslunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×