Fjölnir berst fyrir syni sínum 27. júní 2008 10:16 Fjölnir Þorgeirsson. „Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira