Innlent

Þingmaður sakar bankana um siðleysi

Atli Gíslason þingmaður VG sakar bankana um að hafa sýnt siðleysi. Þeir hafi hamstrað á gjaldeyrismarkaði til að vinna upp tapið á hlutabréfamarkaðinum.

Þetta kom fram í þættinum Silfur Egils á RÚV í hádeginu. Ásamt Atla sátu þar fyrir svörum ráðherrarnir Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson auk Valgerðar Sverrisdóttur þingkonu Framsóknarflokksins.

Atli benti á að Davíð Oddson seðlabankastjóri hefði sagt að spákaupmennskan með íslensku krónuna að undanförnu væri af hendi innlendra aðila. Gengisfallinu sem hlaust af verði svo velt yfir á almenning.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir það mikla einföldun að halda því fram að íslensku bankarnir hafi fellt gengið og raunar hafi ekki nein rök komið fram fyrir slíku.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að of snemmt sé að segja til um hvort óeðlileg viðskipti liggi að baki falli krónunnar. Sé hinsvegar um óeðlileg viðskipti að ræða þyrfti að skoða slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×