Innlent

Ný jafnréttislög samþykkt á þingi

MYND/GVA

Þingmenn samþykktu í dag ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem einnig ganga undir nafninu jafnréttislögin. Í þeim eru nokkur nýmæli sem felast meðal annars í auknum heimildum Jafnréttisstofu til að afla upplýsinga sem lúta að tilteknum málum.

Þrír þingmenn tóku til máls við atkvæðagreiðsluna í dag. Bæði Guðbjartur Hannesson, formaður félags- og tryggingamálanefndar, og Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, fögnuðu samstöðu um málið og sögðu lögin styrkja betur stöðu kynjanna og auka jafnrétti.

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar að í lögunum væru nokkur ákvæði sem að hans mati myndu íþyngja fyrirtækjum. Þá gagnrýndi hann að við umfjöllun málsins í félagsmálanefnd hefði aðalmálið virst vera tilnefningar í jafnréttisráð. Þetta hefði snúist um silkihúfurnar en að hans mati skipti engu máli hverjir sætu í ráðinu, þeir gætu allt eins verið hundrað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×