Innlent

Dæmdur fyrir að stela bíl og henda bíllyklunum í Ölfusá

MYND/Stefán

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 20 þúsund króna sektar fyrir eignaspjöll og nytjastuld á Selfossi.

Manninum var gefi að sök að hafa rifið ventil úr felgu á framhjólbarða bifreiðar og hleypt þannig lofti úr honum. Enn fremur að hafa tekið aðra bifreið, sem stóð á sama bílastæði, ófrjálslri hendi og aka henni á bak við söluturn og henda lyklunum í Ölfusá.

Maðurinn játað greiðlega brot sín og var sakfelldur fyrir þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×