Grunaður morðingi og franskur ríkisborgari meðal hælisleitenda á Íslandi Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 15. september 2008 15:56 Lögregla gerði húsleit hjá hælisleitendum síðastliðinn föstudag. MYND/Víkurfréttir „Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi." Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
„Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi."
Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira