Reykjavík! í sandpappír 15. október 2008 07:00 Reykjavík! gantast í blómabeði. mynd/julia staples Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tvö síðustu böndin gefa nú út nýjar plötur sem verða til sölu í fyrsta sinn á tónleikunum. Ungstirnin í Retro Stefson eru að gefa út fyrstu plötuna sína sem heitir Montaña. Önnur plata Reykjavik!, The Blood, kemur ekki út fyrr en í nóvember, en í kringum Airwaves verða gerð alveg spes 200 eintök. „Við pökkuðum þessu inn í gærkvöldi," segir Baldvin Esra hjá Kima. „Það voru keyptir fimmtíu metrar af sandpappír og svo hjálpuðust allir við að pakka þessu saman." Baldvin segir kreppuna krefjandi viðfangsefni. „Maður finnur bara leiðir fram hjá henni og gerir hlutina öðruvísi. Það er enn þá ódýrara að pressa diska úti - vonar maður allavega - en svo púsla menn saman umslögum eða láta búa til innanlands. Það er svo vonandi að fólk fari að kaupa plötur til að gefa í jólagjöf frekar en bíla eða eitthvað." Einnig verður opið fyrir almenning í æfingahúsnæði Reykjavík!, Borko og fleiri banda yfir hátíðina á milli kl. 13 og 18. Æfingahúsnæðið er á Smiðjustíg, við hliðina á Grand rokki. - drg Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tvö síðustu böndin gefa nú út nýjar plötur sem verða til sölu í fyrsta sinn á tónleikunum. Ungstirnin í Retro Stefson eru að gefa út fyrstu plötuna sína sem heitir Montaña. Önnur plata Reykjavik!, The Blood, kemur ekki út fyrr en í nóvember, en í kringum Airwaves verða gerð alveg spes 200 eintök. „Við pökkuðum þessu inn í gærkvöldi," segir Baldvin Esra hjá Kima. „Það voru keyptir fimmtíu metrar af sandpappír og svo hjálpuðust allir við að pakka þessu saman." Baldvin segir kreppuna krefjandi viðfangsefni. „Maður finnur bara leiðir fram hjá henni og gerir hlutina öðruvísi. Það er enn þá ódýrara að pressa diska úti - vonar maður allavega - en svo púsla menn saman umslögum eða láta búa til innanlands. Það er svo vonandi að fólk fari að kaupa plötur til að gefa í jólagjöf frekar en bíla eða eitthvað." Einnig verður opið fyrir almenning í æfingahúsnæði Reykjavík!, Borko og fleiri banda yfir hátíðina á milli kl. 13 og 18. Æfingahúsnæðið er á Smiðjustíg, við hliðina á Grand rokki. - drg
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira