Sign fékk gullplötu fyrir lag á safnplötu Kerrang! 22. ágúst 2008 11:15 Sign með gullplötuna góðu. Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokkgoðanna en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð. Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin. Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Sign spila á Menningarnótt á morgun, laugardag, og á Ljósanótt, 4. september. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokkgoðanna en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð. Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin. Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Sign spila á Menningarnótt á morgun, laugardag, og á Ljósanótt, 4. september.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira