Innlent

Viðskiptafréttum troðið upp á Íslendinga

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling.
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. Mynd/ Hrönn

„Það er ekki þannig i Danmörku að einhver Stine Pedersen, sem er búin að kaupa sér sólarferð til Spánar, kippi sér upp við þótt íslensku bankarnir séu komnir með hátt skuldatryggingarálag. Henni er einfaldlega nákvæmlega sama," segir Almar Örn Hilmarsson, fráfarandi forstjóri flugfélagsins Sterling, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í viðtalinu gagnrýnir Almar íslenska fjárfesta og segir þá hafa tekið umfjöllun Dana um íslenskt efnahagslíf of nærri sér.

„Á Íslandi er búið að troða fjármálafréttum upp á Jón og Gunnu í Breiðholtinu, þeim er nokk sama þótt skuldatrygginrarálag hafi hækkað í kjölfar álits Moody´s. Fólk spáir ekki í hvað Moody´s er, það getur eins verið límonaði út í brennivín. Danir eru ekkert öðruvísi hvað þetta varðar, viðskiptafréttir eru lesnar af fólki í viðskiptalífinu, ekki af almenningi," segir Almar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×