Tenór á túr 8. október 2008 06:00 Tenórinn Guðmundur Ólafsson í hlutverki sínu. Leikverk Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn, var frumsýnd á Berjadögum norður í Ólafsfirði í ágúst 2003 og þá um haustið í Iðnó þar sem sýningin var á fjölunum í tvö ár. Hún var tekin upp haustið 2006 og leikin í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit fyrir troðfullu húsi. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem sögðu meðal annars að „lafhægt væri að pissa á sig af hlátri" og ekki voru viðtökur áhorfenda síðri. Nú er Guðmundur aftur kominn á kreik og sækir austur á land með tenórinn viðkvæma eða eins og segir í fréttatilkynningu: „Nú er söngvarinn enn og aftur búinn að ræskja úr sér sumarleyfishæsi og grillbrækju og hefur ákveðið að slíta sig frá stanslausum og innihaldssnauðum slímusetum á kaffihúsum höfuðborgarinnar og ætlar að fara út á landsbyggðina til að leyfa fólkinu þar að njóta göfugrar listar sinnar og gefa þar með sífelldu tali um kreppu, lánsfjárörðugleika, skuldatryggingaálag og slæma stöðu fjármálafyrirtækja hérlendis sem erlendis langt nef." Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Ólafsson er tenórinn og undirleikarann leikur Sigursveinn Kr. Magnússon. Sýningar verða á eftirtöldum stöðum: 9. október í Valaskjálf á Egilsstöðum, 10. október í Miklagarði í Vopnafirði, 11. október í Samkomuhúsinu á Húsavík og loks 12. október í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikverk Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn, var frumsýnd á Berjadögum norður í Ólafsfirði í ágúst 2003 og þá um haustið í Iðnó þar sem sýningin var á fjölunum í tvö ár. Hún var tekin upp haustið 2006 og leikin í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit fyrir troðfullu húsi. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem sögðu meðal annars að „lafhægt væri að pissa á sig af hlátri" og ekki voru viðtökur áhorfenda síðri. Nú er Guðmundur aftur kominn á kreik og sækir austur á land með tenórinn viðkvæma eða eins og segir í fréttatilkynningu: „Nú er söngvarinn enn og aftur búinn að ræskja úr sér sumarleyfishæsi og grillbrækju og hefur ákveðið að slíta sig frá stanslausum og innihaldssnauðum slímusetum á kaffihúsum höfuðborgarinnar og ætlar að fara út á landsbyggðina til að leyfa fólkinu þar að njóta göfugrar listar sinnar og gefa þar með sífelldu tali um kreppu, lánsfjárörðugleika, skuldatryggingaálag og slæma stöðu fjármálafyrirtækja hérlendis sem erlendis langt nef." Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Ólafsson er tenórinn og undirleikarann leikur Sigursveinn Kr. Magnússon. Sýningar verða á eftirtöldum stöðum: 9. október í Valaskjálf á Egilsstöðum, 10. október í Miklagarði í Vopnafirði, 11. október í Samkomuhúsinu á Húsavík og loks 12. október í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira