Rafmagnlaust hefur verið í miðbænum undanfarin stundarfjórðung. Að sögn bilanavaktar Orkuveitunnar er um að ræða háspennubilun sem verið er að vinna í að laga.
Að sögn gests á Ölstofunni skapaðist ákveðið vandamál á staðnum þar sem bjórdælurnar virkuðu en þeir fjölmörgu gestir sem eru aðeins með kort gátu ekki borgað vegna þess að posarnir virkuðu ekki.