Innlent

Kaupmannasamtök styðja kaupmenn til málshöfðunar

Kaupmannasamtök Íslands styðja kaupmenn á Akureyri sem undirbúa málshöfðun gegn greiðslukortafyrirtækjunum. Þá er til skoðunar að talsmaður neytenda komi einnig að málinu.

Eins og Stöð 2 hefur sagt frá þykjast kaupmenn á Akureyri hlunnfarnir í viðskiptum sínum við greiðslukortafyrirtækin. Kortafyrirtækin urðu uppvís að ólöglegu samráði á dögunum og féllust á að greiða háa fjársekt á dögunum. En Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélagsins á Akureyri, telur að kaupmenn hafi skaðast vegna samráðs þeirra, ekki síður en neytendur.

Eftir að frétt Stöðvar 2 birtist höfðu forstjórar kortafyrirtækjanna samband við Kaupmannafélagið á Akureyri og óskuðu eftir fundi. Sá fundur fór fram á Akureyri en eftir því sem fréttastofa kemst næst breytir hann engu um að málið fari fyrir dómstóla.

Og kaupmenn á Akureyri er ekki lengur einir á báti í þessum efnum. Kaupmannasamtök Íslands hyggjast veita fjárstuðning í málinu og þá er til skoðunar hvort talsmaður neytenda komi að lögsókninni í einhverrri mynd. Hvort af því verður kemur í ljós síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×