Innlent

Konur mikill meirihluti vistmanna á öldrunarstofnunum

Konur voru nærri tveir þriðju þeirra sem bjuggu á stofnunum með vistrými fyrir aldraðra í desember árið 2006 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Alls bjuggu rúmlega 3.200 aldraðir á slíkum stofnunum og eru það um 10 prósent 67 ára og eldri.

Tölur Hagstofunnar leiða einnig ljóst að alls voru 92 öldrunarstofnanir á landinu árið 2006 og voru um þrjár af hverjum fjórum reknar af ríki og sveitarfélögum, 18 voru sjálfseignarstofnanir og sex reknar á vegum einkaaðila.

Alls voru vistrýmin nærri 3.500 í desember 2006 og hafði þeim fjölgað um 232, eða 7,2 prósent, frá árinu 2001. Frá árinu 2001 til ársins 2006 fjölgaði vistmönnum í heild um 170 eða 5,5 prósent en vistmönnum í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilum um 466, eða 29 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×