Stóð til að loka leikskólanum Hvarfi í dag vegna ógreiddra launa 1. febrúar 2008 14:44 Foreldrar barna á leikskólanum Hvarfi í Vatnsendahverfi í Kópavogi fengu hringingu frá leikskólanum í dag og þau beðin um að sækja börnin sín. Ástæðan var sú að starfsmenn leikskólans höfðu ekki fengið greidd laun og því ætti að loka skólanum. Að sögn Eddu Guðrúnar Guðnadóttur, trúnaðarmanni starfsmanna á Hvarfi, kom þó ekki til þess þar sem laun voru greidd þegar fréttirnar fóru að kvisast út. Forsaga málsins mun vera sú að leikskólinn er rekinn á svokölluðum þjónustusamningi við fyrirtækið ÓB ráðgjöf. Bærinn á húsnæðið en ÓB ráðgjöf sér um reksturinn og starfsmannahald. Þessum samningi hefur nú verið sagt upp og rennur hann út 1. maí næstkomandi. Edda segir mikla óvissu ríkja um framtíð leikskólans vegna þessara mála. „Þegar í ljós kom í morgun að ekki væri fé inni á reikningi til þess að greiða starfsmönnum laun fannst okkur nóg komið og ákváðum að grípa til þessa ráðs. Það varð líka til þess að það var hlustað á okkur og launin greidd skömmu síðar," segir Edda. Hún segir óvissu um framtíð skólans sérstaklega slæma í ljósi þess að nýlega hafi tekist að manna hann að fullu en mikil mannekla hefur háð leikskólastarfinu á Hvarfi. „Eins og ég sagði við eitt foreldrið áðan þá er þetta sorgleg staða í ljósi þess að við erum búin að manna hérna, erum með frábært starfslið og þessi yndislegu börn." Hún bætir því við að starfsfólkið hafi neyðst til að beita þessum aðgerðum því engin vissa hafi verið fyrir því hvenær lagt yrði inn á reikninga. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Foreldrar barna á leikskólanum Hvarfi í Vatnsendahverfi í Kópavogi fengu hringingu frá leikskólanum í dag og þau beðin um að sækja börnin sín. Ástæðan var sú að starfsmenn leikskólans höfðu ekki fengið greidd laun og því ætti að loka skólanum. Að sögn Eddu Guðrúnar Guðnadóttur, trúnaðarmanni starfsmanna á Hvarfi, kom þó ekki til þess þar sem laun voru greidd þegar fréttirnar fóru að kvisast út. Forsaga málsins mun vera sú að leikskólinn er rekinn á svokölluðum þjónustusamningi við fyrirtækið ÓB ráðgjöf. Bærinn á húsnæðið en ÓB ráðgjöf sér um reksturinn og starfsmannahald. Þessum samningi hefur nú verið sagt upp og rennur hann út 1. maí næstkomandi. Edda segir mikla óvissu ríkja um framtíð leikskólans vegna þessara mála. „Þegar í ljós kom í morgun að ekki væri fé inni á reikningi til þess að greiða starfsmönnum laun fannst okkur nóg komið og ákváðum að grípa til þessa ráðs. Það varð líka til þess að það var hlustað á okkur og launin greidd skömmu síðar," segir Edda. Hún segir óvissu um framtíð skólans sérstaklega slæma í ljósi þess að nýlega hafi tekist að manna hann að fullu en mikil mannekla hefur háð leikskólastarfinu á Hvarfi. „Eins og ég sagði við eitt foreldrið áðan þá er þetta sorgleg staða í ljósi þess að við erum búin að manna hérna, erum með frábært starfslið og þessi yndislegu börn." Hún bætir því við að starfsfólkið hafi neyðst til að beita þessum aðgerðum því engin vissa hafi verið fyrir því hvenær lagt yrði inn á reikninga.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira