Innlent

Fagna frumvarpi sem heimilar reykrými á veitingastöðum

SUS vill að frumvarp um reykrými verði samþykkt. Myndin er frá aðalfundi Heimdallar.
SUS vill að frumvarp um reykrými verði samþykkt. Myndin er frá aðalfundi Heimdallar.

Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi þeirra Jóns Magnússonar, Guðjóns A. Kristjánssonar, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, Birgis Ármannssonar, Bjarna Harðarsonar, Illuga Gunnarssonar, Jóns Gunnarssonar, Kjartans Ólafssonar og Péturs H. Blöndal um breytingar á tóbaksvarnarlögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að veitinga- og skemmtistöðum sé heimilt að koma sér upp reykrýmum innanhúss að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

„SUS er almennt mótfallið hvers kyns löggjöf sem skerðir ráðstöfunarrétt einstaklingsins yfir eignum sínum og gildir það um ákvæði tóbaksvarnarlaga um vinnustaði. Þó ber að fagna því að stigið sé skref í átt frá þeim ofsafengnu aðgerðum sem lögin í núverandi mynd gera ráð fyrir. Þau sjónarmið sem lágu að baki þeirri lagasetningu réttlættu á engan hátt þá leið sem farin var enda hefði mátt ná öllum markmiðum laganna með mun vægari og hófstilltari aðgerðum," segir í ályktun SUS

Þá segir SUS að þau lög sem gildi um tóbaksvarnir séu meingölluð. Tvískinningurinn í því, að þingmenn hafi allt þar til nýverið undanþegið sjálfa sig frá þeim lögum sem þeir telja boðlegt að setja öðru fólki að viðurlögðum refsingum, sýni glögglega firringuna sem felst í því þegar sett séu lög um prívathegðun fólks.

Þá skorar SUS á þingmenn allra flokka að samþykkja frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×