Fræðasetur opnað 4. desember 2008 06:00 Líf spendýra í sjó lendir á fræðasviði á Húsavík. Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira