Innlent

Ákvörðun menntamálaráðherra um kristin gildi erfið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. MYND/GVA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segist gera sér grein fyrir óánægju margra sjálfstæðismanna með að tilvísun til kristins siðferðis skyldi felld úr skólastefnunni. Sjálf sé hún mjög kristin og hafi þurft að liggja lengi yfir málinu.

Menntamálaráðherra hélt fund í Valhöll í gær þar sem hún ræddi meðal annars stefnuna í menntamálum á breiðum grunvelli. Almennt gerðu fundarmenn góðan róm að orðum hennar og sýn. Þó kom skýrt fram að mörgum hafði sárnað að orð um kristin gildi og siðferði væri ekki lengur að finna í skólastefnunni.

Þorgerður Katrín sagði að hún væri sér þess vel meðvitandi að ef væri óánægja í einhverjum flokki með þetta, þá væri það í sínum flokki. Þetta hefði heldur ekki verið auðveld ákvörðun. En hún taldi Íslendinga verða að lúta sömu lögum og Norðmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×