Innlent

Tvær grenjaskyttur létust við Blönduvirkjun

Seinnipartinn í gær fóru tveir menn til veiða á tófu í skothúsi sem staðsett er á Auðkúluheiði skammt ofan við Blönduvirkjun. Í morgun er þeir skiluðu sér ekki til byggða fór sonur annars þeirra ásamt öðrum manni að til að kanna með þá.

Er þeir komu að skothúsinu voru báðir mennirnir látnir og eru líkur til að gas, sem notað er til að hita upp húsið, hafi orðið til þess að mennirnir létust en málið er í rannsókn.

Annar mannanna var 88 ára að aldri en hinn var 52 ára




Fleiri fréttir

Sjá meira


×